Bloggvinum boðið í eins árs afmæli

Ekkert hefur verið bloggað hér um Eurovision og kosningar. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að gera það núna og þess vegna ákvað ég að nota tækifærið og óska sjálfri mér til hamingju með að hafa haldið úti Fararstjóranum (moi) í eitt ár, en fyrsta blogg síðunnar var einmitt um Eurovision í fyrra. Síðan þá hef ég skrifað um hitt og þetta, tjáð mig um fréttir og dægurmál, pælt í bloggi annarra og síðast en ekki síst eignast bloggvini, hverra síður ég les reglulega. Af því tilefni er öllum bloggvinum boðið að fagna okkur sjálfum, og óska ég okkur öllum farsællar skrifræpu um ókomna framtíð, á besta blogginu í bænum, Moggablogginu! Og pælið í því, að þegar ég skrifaði fyrstu færsluna, höfðu rétt um 10.000 færslur verið skráðar, núna eru þær komnar á þriðja hundrað þúsund og í raun ótrúlegt hve margt frábært fólk hefur ákveðið að ganga í þetta skemmtilega samfélag á netinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Þigg afmælisboðið með þökkum, um leið og ég óska þér til hamingju með eins árs bloggafmælið - skál !!!

Jón Agnar Ólason, 13.5.2007 kl. 01:32

2 Smámynd: Sylvía

Til hamingju!

Sylvía , 14.5.2007 kl. 14:31

3 identicon

Konngratjúleisjóns mæ darlín frend

Laulau (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: halkatla

glæsilegt - til hamingju

ég hef svotil bara talað um eurovision síðustu daga, jafnvel vikur, en núna mun líða ár þartil næst, hehe, sem betur fer. 

halkatla, 14.5.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband