Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Hvalir í Noregi og álver í Hafnarfirði

Þegar ég var blaðamaður var mér kennt að kanna allar hliðar máls, en í Mogganum í dag finnst mér að þurfi að láta hvali og álver njóta vafans: Á forsíðu er sagt frá því að hætt hafi verið við að halda ráðstefnu stjórnenda í sjávarútvegi í Íslandi vegna hvalveiða, en hún verði haldin í Noregi í staðinn. Veiða Norðmenn ekki líka hvali? Svo er sagt frá að Hafnfirðingum, væntanlega í efri byggðum bæjarins, finnist álverið vera of nálægt sér! Var álverið ekki þarna þegar fólk skoðaði íbúðir á staðnum?! Ég man að ég hugsaði það einmitt þegar verið var að byggja þarna, að ég gæti aldrei búið svona ofan í verksmiðju og skildi ekki hve fljótt íbúðir seldust.

Tveir fyrir einn í yngingu

Loksins hef ég fengið staðfestingu á öllu því sem ég hef sagt erlendum gestum undanfarin ár. Bláa Lónið yngir mann. Þegar ég fer í Lónið með útlendinga er djókið alltaf að maður verði tíu árum yngri þegar maður kemur upp úr, og að ég sé í raun sjötug. En fyrst að sönnunin er komin, þá verður þetta ekki fyndið lengur, -bara satt. En fyrst ég er komin í Bláa lónið verð ég að tala um verðið. Hvers vegna í ósköpunum er svona dýrt inn? 1400 krónur, síðast þegar ég frétti? Mér finnst að það eigi að vera ódýrara fyrir Íslendinga. Allt í lagi að láta transit farþega, sveitta og subbulega sem baða sig í nærbuxum með typpagati (bööööö!!) greiða 2000 kall, þeir hafa ekkert sens fyrir því. En væri ekki bara sanngjarnt að láta innfædda borga minna? Kannski alltaf tvo fyrir einn? (Þá kæmum við með börnin og túristarnir sæu okkur og myndu kannski læra að fara í sturtu!) Hvernig líst ykkur á það, Lónsfólk?
mbl.is Nýjar rannsóknir sýna að Bláa lónið dregur úr öldrun húðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hittu skyndibitann lifandi

Er þetta í lagi? Er þetta þjóðir sem setja út á hvalveiðar? Þvílíkur viðbjóður, ég get ekki sagt meira, horfið á myndbandið: Meet your meat: http://www.meat.org/  

Geggjað ímyndunarafl í auglýsingum - skoðið!

Það er óhætt að segja að hér hafi hugmyndaflugið verið í lagi:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Loksins eignaðist ég græjuna!

Loksins, loksins, ég fór og keypti mér borvél í dag, sumir segja karlmennskutáknið sem mig vantaði til að stjórna alveg örugglega öllu. Ég er búin að biðja fólk að gefa mér borvél í jólagjöf frá því ég keypti fyrstu íbúðina mína, en ég held að fólk hafi haldið að ég væri að djóka, að það gæti ekki verið að mig langaði virkilega í borvél. Það besta er, að hún er RAUÐ, bara flott græja! Svo var hún bara á fínu verði, í nýja raftækjamarkaðnum í Fellsmúla, þar sem ég fékk þjónustu, kennslu og allt. Get ekki beðið eftir að nota hana, brrmmm, brmmmm!!

Yfirtaka Íslendinga á menningarnótt í Köben

Jibbí, yfirtökum líka menningarnótt í Köben! Hermum fyrst eftir þeim með því að halda menningarnótt, förum svo til baka og stelum öllu heila draslinu! Kveðja til Köben til allra sem ég þekki þar, hagið ykkur eins og "prúðum" Íslendingum ber!
mbl.is Íslendingar taka þátt í menningarnótt í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland? Æ, whatever!

Alveg ótrúlegt að heyra ræðu Condolezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við undirritun samkomulags um áframhaldandi varnir fyrir Ísland. Hún kynnti þetta sem samkomulag við Írland, en úps, æ, æ, ég meinti Ísland. Þetta finnst mér endurspegla viðhorf og áhugaleysi Bandaríkjanna fyrir þessu samkomulagi. Svo talaði hún um að BNA myndi verja okkur fyrir alls kyns vá, þar með talið náttúruhamförum! Ætli við reddum því nú ekki... Ég verð að vera sammála Davíð Odds og vinstrimönnum - auðvitað hefðum við átt að segja þessum samningi upp á okkar forsendum. Við vorum ekki mjög kúl í þessu máli.

Samkomulag um hvað?

Ekki veit ég nákvæmlega hvað felst í samkomulagi sem íslenska stjórnin hefur gert við Bandaríkin um varnarmál. Hver veit það? Hver ræður því? Var rætt og samið í þaula? Ég hefði sko fengið Bandaríkjamenn til að hysja upp um sig og sýna okkur þá virðingu sem okkur ber, ekki spurning!
mbl.is Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál undirritað á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður sé með okkur

Það er bara frekar kúl að Yoko Ono velji að vera á Íslandi á afmæli Johns. Súlan í Viðey mun standa fyrir fordæmi Íslendinga sem friðsamrar þjóðar, en það vekur samt með mér nokkurn ugg. Fögur verk geta nefnilega verið misskilin eða haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Hvað ef þetta beinir athygli fólks að Íslandi sem friðarparadís sem sniðugt væri að ráðast á, bara svona táknrænt séð? Vonandi ekki. Spurning hvort við ættum að hafa hippahvataferðir út í Viðey, þá gæti fólk setið í kringum súluna og elskað friðinn með blóm í hárinu. Allir bara í gúddí fíling með gítar og friðarpípur. Til hamingju John, bara að við hefðum mátt njóta hæfileika hans enn þann dag í dag. Annars átti hún Carmen, tíkin mín, afmæli í dag og hefði orðið átján, mér finnst það miklu merkilegra!

Tjáningarfrelsi er ekki til lengur

Gamalgróin hátíð á Spáni, "Cristianos y Moros" á nú undir högg að sækja af ótta við að múslimar móðgist. Það hefur verið grafið svo gjörsamlega undan tjáningarfrelsi því, sem hingað til hefur verið við lýði í lýðræðisríkjum, að það er ei nema svipur hjá sjón. Við Vesturlandabúar erum svo meðvituð um að sýna ekki fordóma og passa að allir fái að njóta vafans, en leyfum um leið öðrum að troða á okkar rétti til tjáningar. Og nú eru hefðir hins kristna heims farnar að lúffa fyrir tilætlunarsemi og fordómum hópa sem þola ekki öðrum að hafa hefðir og skoðanir.
mbl.is Spánverjar stilla hátíðahöldum í hóf af ótta við að móðga múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband