Sígaunarnir eru komnir

Gypsy familyHver hefði trúað því að hingað kæmu á endanum sígaunar, svona alvöru sígaunar, sem láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Rúmenum er að fjölga hér á landi, eftir að Rúmenía bættist í hóp landa sem mynda Evrópska efnahagssvæðið, og þar með er þeim frjálst að fara milli landa, dvelja og vinna í öðrum EES löndum. Hingað eru komnar fjölskyldur, sem eru alveg eins og sígaunarnir sem voru svo áberandi á götum ferðamannastaða Spánar í kringum 1980, fólk sem á ekki samastað, finnst ekkert tiltökumál að vera ekki með fasta vinnu, og lifir fyrir einn dag í einu. Þau eru meira að segja alveg eins útlítandi, nema helsti munurinn er að hér verða þau að klæða sig heldur betur en á Costa del Sol! Kunningi minn gaf sig á tal við sígaunahjón á Lækjartorgi nú í vikunni, sem spurðu hvort hann vissi um herbergi til að halla sér eða einhverja vinnu til að stunda í stuttan tíma. Hver hefði trúað því að sígaunar sæktust eftir því að búa á Íslandi!? Spennandi verður að sjá hvernig þeim gengur að aðlagast lífinu hér, - kannski eigum við eftir að sjá sígauna dansa og spila á götum Reykjavíkur í sumar, alveg eins og maður man eftir frá Torremolinos. Það væri hægt að ímynda sér að þeir gætu lífgað við landbúnaðinn, en mikið held ég að þeim eigi eftir að blöskra verðið á hjólhýsum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha ha, þeir geta örugglega ekki keypt sér hjólhýsi fyrir harmonikkuspilið.

Ég var akkúrat að koma frá Akureyri og gekk framhjá 5 slíkum í nótt.  Reyndar voru þeir í tveimur hópum.....
Ægilega brosandi og glaðir í napurri vetrarnóttinni....

Laulau (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Sylvía

þú segir nokkuð sá einmitt að er virtist sígauna-fjölskyldu í Austurstræti um daginn en var ekki viss því mér fannst langsótt að þeir kæmu hingað.

Sylvía , 6.5.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband