Þar sem maður öðlast skilning á samhengi hlutanna...

Fontana di TreviÁ morgun fer ég til Rómar á fund. Róm er æðisleg og ein af uppáhaldsstöðum mínum í heiminum. Þegar maður kemur til Rómar, sérstaklega ef maður hefur ferðast töluvert, þá er eins og það opnist upp fyrir manni samhengi evrópskrar menningar. Það gerist eitthvað þegar maður kemur fyrst til Rómar. Ég hef verið mikið þar undanfarin ár vegna vinnu, og finnst borgin alltaf jafn frábær. Búðirnar eru æði, mannlífið einstakt, umhverfið fallegt og þrungið sögu og ekki skemmir maturinn fyrir! Ég verð sem sagt í sjöréttuðum draumi næstu daga. Arrivaderci!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vona að þú njótir þessara daga í tætlur!!! Hef aldrei til Rómar komið, ekki enn!

Guðríður Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég ELSKA ítalíu.

 Hef verið töluvert í Flórens og Píza en á eftir að koma til Rómar. Hugsaðu til okkar þegar þú færð þér Rauðvín í Róm og horfir á höggmyndir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Skálaðu fyrir okkur Katrínu!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband