Færsluflokkur: Menning og listir

Bubbi heppinn!

Það er nú sveimér gott að Bubbi litli skyldi fá byssuleyfi við 10 mánaða aldurinn. Ekki seinna vænna að byrja að kenna ungum Bandaríkjamönnum að leika sér með skotvopn um það leyti! En Bubbi litli þarf að geyma byssuna sína heima hjá afa þangað til hann hefur náð 14 ára aldri, en þá telja foreldrarnir að hann geti farið að skjóta soldið svona á umhverfið. Hversu sick getur bandarískt þjóðfélag orðið?!
mbl.is Tíu mánaða gamalt barn fær byssuleyfi í Illinois
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Testesterónið trekkir

Það kemur ekki á óvart að Eiríkur Hauksson veki athygli fyrir karlmannlegt atgervi og útgeislun! Í samanburði við aðra karlmenn sem taka þátt í keppninni, er hann náttúrulegur, eðlilegur karlmaður. Kannski hafa margir gleymst hvernig svoleiðis eintak lítur út, því aðrir karlkyns þátttakendur eru allt frá því að vera óver-metró yfir í að vera einfaldlega í kvenmannsfötum með brjóst. Ég var ekkert hrifin af laginu til að byrja með, en ég hef tröllatrú á útgeislun og sviðsframkomu Eika. Áfram Ísland!


mbl.is Slegist um Eirík í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið þið eftir kasettunum?

Ég man hve merkilegt mér fannst að eignast kasettutæki með hljóðnema, en það var notað til að taka upp endalaust blaður og vitleysu sem svo var spilað aftur og aftur. Rosalega fannst okkur vinkonunum á Framnesveginum við vera fyndnar!
Ég man eftir að hafa safnað kasettum og tekið yfir þær aftur og aftur.
Ég man eftir að hafa keypt sérstaka kasettugrind í skápinn minn, til að geta raðað kasetttunum í.
Ég man eftir að hafa stillt kasettutækinu upp fyrir framan útvarpið, gjarna við Kanaútvarpið eða Lög unga fólksins, og heimtað grafarþögn þegar lög voru tekin upp.
Ég man eftir að hafa sent kasettur milli landa í stað bréfa, með blaðri og slúðri.
Ég man eftir að hafa smyglað kasettutækinu inn í Háskólabíó í rauðu íþróttatöskunni minni (sem var keypt í Sport á Laugavegi 13 og merkt búðinni) og tekið upp heilar bíómyndir, eins og t.d. Grease.
Ég man eftir þegar kasettur flæktust í tækinu og maður þurfti að losa bandið ofurvarlega til að slíta það ekki.
Ég man þegar tækninni fleygði fram, þá blandaði ég tónlist á kasettur og skírði þær nöfnum eins og "Rólegt", "Stuð" eða "Blandað", á svipaðan hátt og maður býr til spilunarlista á ipod í dag.
Ég man eftir hreinsispólunum sem maður keyrði í gegnum kasettutækið með vissu millibili.
Ég man þegar myndbandsspólurnar bættust við - hvenær ætli þeirra tími líði undir lok?!
mbl.is Dagar hljóðsnældunnar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sígaunarnir eru komnir

Gypsy familyHver hefði trúað því að hingað kæmu á endanum sígaunar, svona alvöru sígaunar, sem láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Rúmenum er að fjölga hér á landi, eftir að Rúmenía bættist í hóp landa sem mynda Evrópska efnahagssvæðið, og þar með er þeim frjálst að fara milli landa, dvelja og vinna í öðrum EES löndum. Hingað eru komnar fjölskyldur, sem eru alveg eins og sígaunarnir sem voru svo áberandi á götum ferðamannastaða Spánar í kringum 1980, fólk sem á ekki samastað, finnst ekkert tiltökumál að vera ekki með fasta vinnu, og lifir fyrir einn dag í einu. Þau eru meira að segja alveg eins útlítandi, nema helsti munurinn er að hér verða þau að klæða sig heldur betur en á Costa del Sol! Kunningi minn gaf sig á tal við sígaunahjón á Lækjartorgi nú í vikunni, sem spurðu hvort hann vissi um herbergi til að halla sér eða einhverja vinnu til að stunda í stuttan tíma. Hver hefði trúað því að sígaunar sæktust eftir því að búa á Íslandi!? Spennandi verður að sjá hvernig þeim gengur að aðlagast lífinu hér, - kannski eigum við eftir að sjá sígauna dansa og spila á götum Reykjavíkur í sumar, alveg eins og maður man eftir frá Torremolinos. Það væri hægt að ímynda sér að þeir gætu lífgað við landbúnaðinn, en mikið held ég að þeim eigi eftir að blöskra verðið á hjólhýsum!

Nekt á forsíðu Moggans í dag

Forsíðumynd Morgunblaðsins í dag er frábær vegna óheppilegrar uppstillingar, og þess virði að skoða. Þar sjást tvær manneskjur halda á milli sín listaverki Andy Warhols af Elísabetu Taylor, en á bak við aðra þeirra er nákvæmt málverk af nakinni konu í fullri stærð sem virðist halda í aðra manneskjuna. Þar með er nektarmynd á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Svona gerast tilviljanirnar stundum!

Spænskar prinsessur nútímans

Casa RealÞá eru komnar tvær spænskar erfiprinsessur, en eldri dóttir þeirra Felipe og Letiziu mun erfa krúnuna eftir föður sinn. Til þess að svo mætti verða, þurfti að breyta aldagömlum lögum á Spáni, sem kváðu á um að aðeins synir gætu erft krúnuna. Slíkum lögum hefur undanfarna áratugi verið breytt í þeim löndum Evrópu þar sem er konungsstjórn, en Spánn var eitt síðasta landið til að breyta þessu. Felipe á tvær eldri systur, þær Elenu og Cristinu, en þær gátu skv. spænsku stjórnarskránni ekki erft konungdæmið og því þurftu konungshjónin að bíða eftir að drengurinn kæmi. Ég væri nú frekar fúl ef ég væri Elena, að vera elst, en horfa svo upp á litla bróður alinn upp sem verðandi konungur. En hún er vel upp alin spænsk kona af góðum ættum og gerir líklega ekki veður út af málinu úr þessu. Eiginmaður hennar er Jaime de Marichalar, sem lítur út eins og karakter úr málverki eftir El Greco. Yngri systirin, Elena, er gift Inaki Urdangarín handboltakappa úr Barcelona, og hún vinnur í banka þar í borg. Barnalánið hefur ekki verið vandamál hjá þessum spænsku kóngabörnum, því systurnar eiga samtals 6 börn og nú er Felipe komin með tvær prinsessur (í alvöru). Konungshjónin, Juan Carlos og Sofia eru því rík af barnarbörnum, enda eru þau víst alltaf að passa! Þetta var semsagt um spænsku konungsfjölskylduna fyrir áhugasama um kóngafólkið í Evrópu!


mbl.is Spánarprinsessa eignast sína aðra dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amma sem rokkar!

Það er töggur í þessari, algjörlega kona að mínu skapi. Hugsið ykkur hvað háskólanámið hefur gefið þessari öldruðu konu mikla lífsfyllingu, enda er margt annað hægt að gera en setjast við hannyrðir í ellinni. Ég verð nákvæmlega svona, eilífðarstúdentinn sjálfur, og stefni að því að útskrifast með einhverja gráðu um leið og barnabörnin!
mbl.is Útskrifast úr háskóla 95 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri mengun en í Bandaríkjunum

BeautyHún lét ekki mikið yfir sér í Mogganum í dag, fréttin um að mengun í Kína sé þegar orðin meiri en í Bandaríkjunum á þessu ári. Athugið að hér er ekki verið að tala um eitthvað svifryk á góðum degi, heldur raunverulega mengun sem hefur áhrif á allan heiminn. Hagkerfi Kína hefur vaxið með ógnarhraða undanfarið, kannski hraðar en gert var ráð fyrir, en spáð hafði verið að Kína færi fram úr BNA í mengun árið 2025. Vöxtur efnahags Kína mun bara aukast, fyrir utan að þjóðfélaginu verður sparkað með látum inn í nútímann. Þetta mun hafa áhrif á fleiri sviðum en mengun, eins og við eigum eftir að verða vitni að á næstu árum. Vonum bara að þróunin verði í átt að "fegurð" en ekki  "ringulreið", en kínversku táknin tvö standa fyrir það.

Markaðsbrella ársins

Hverju finnur fólk ekki upp á! Það hlýtur að vera mjög spennandi að fylgjast með þroska þessa merkilega osts. Maður getur rétt ímyndað sér lyktina! En í alvöru, þetta er snilld. Ég tilnefni bændurna þarna í Suður-Englandi til markaðsverðlauna ársins.


mbl.is Ostur orðinn internetstjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggjum upp torgastemmningu

Þegar uppbygging hefst á reitnum þar sem brann í miðbænum, sérstaklega þegar Karnabæjarhúsið verður rifið, gefst tækifæri til að opna á fallega bakgarða og byggja upp torgamenningu sem hvarf með tengingu húsa í raðir einhvern tíma á síðustu öld. Garðurinn á bakvið Hressó, Jómfrúnna og Borgina er frábært svæði, og svo mætti gera eitthvað manneskjulegt við Lækjartorg, Ingólfstorg og Fógetagarðinn. Svo ætti auðvitað að opna Lækinn og byggja fallegar brýr yfir hann og leggja áherslu á mannbætandi þjónustu. Þetta er í raun gamli "rúnturinn" í hnotskurn, eða svæðið sem afmarkast af Hafnarstræti, Lækjargötu, Skólabrú, Kirskjustræti og Aðalstræti. Svona torgastemmning með tengileiðum, skemmtilegum kaffihúsum og menningarstarfsemi er ríkjandi í öllum borgum og bæjum Evrópu, því ekki líka í Reykjavík?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband