Kúkakaffi

Nú verður maður að fara í Te & kaffi og smakka kaffið sem allir tala um - kúkakaffið. Hreysikettir í Indónesíu velja sér bestu kaffifræin af plöntunum, sem eru ákkúrat á réttum tíma í vexti, og éta þau. Baunin sjálf meltist ekki, svo þeir skila af sér einstakri baun sem fer náttúrulega leið í gegnum hreysiköttinn og er síðan tínd og brennd. Kaffið úr þessum baunum á að vera eitthvað alverlega sérstakt. Bollin kostar 600 krónur og ágóðinn rennur til langveikra barna. Ef þetta er ekki lífrænt ræktað, þá veit ég ekki hvað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Er svag fyrir hinum ýmsustu kaffitegundum og verslaði mér t.d apakaffi um daginn... borgaði þrefalt verð fyrir pakkann og komst að því að herlegheitin minntu helst á gulan Braga. Frekar vonsvikinn - Vona að Kúkakaffið reynist skárrra. Maður getur í það minnsta sagt shit með góðri samvisku ef bragðast illa.

Þorsteinn Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 03:15

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

600 krónur fyrir skitinn kaffibolla ..? Jú jú, úr því að málefnið er gott.

Berglind Steinsdóttir, 23.3.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er veruleg skítalykt af þessu máli. 

Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband