Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gagnslausar spurningar?

Þetta minnir mig á spurningarnar sem maður þarf að svara til að komast inn í Bandaríkin! Spurningarnar sem slíkar virka ákaflega hjákátlegar, því það væri undarlegt að einhver væri að sækjast eftir þjónustu þar sem ákveðin skilyrði eru sett, en myndi síðan skemma það fyrir sér með því að ljóstra upp um sig. Í því ljósi hef ég alltaf hlegið með sjálfri mér að svona spurningum. Hins vegar má lita á þetta frá hinni hliðinni, því með stórauknum alþjóðaviðskiptum og aukinni vitund manna um Ísland og möguleika þess, þá er aldrei að vita nema óprúttnir aðilar myndu nýta landið og fjármálakerfið til peningaþvættis. Við getum ekki stungið hausnum í sandinn með slíkt. Það þyrfti kannski að finna aðra aðferð en þessar beinu, undarlegu spurningar, sem ég get ekki ímyndað mér að skili árangri.  
mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugferðir í friði og ró

Til hvers ætti að leyfa notkun farsíma í flugi? Getið þið ímyndað ykkur 200-400 manns í þessu litla rými, símar hringjandi og fólk talandi um viðskipti eða persónuleg málefni. Þetta er algjör óþarfi, fyrir utan það að flugferðir eru kærkomið tækifæri til að slappa af frá símaamstri og erindum. Ég lít á flugerðir þannig, að maður er þarna í ákveðinn tíma og getur ekki annað, og því ekki að nota tímann til að lesa góða bók, tímarit eða fara yfir verkefni ferðarinnar í friði og ró, ef um vinnuferð er að ræða. Nú svo má bara borða og fá sér síðan hænublund! Getur fólk ekki sleppt símunum í nokkra klukkutíma? Og hvað ef erindið er áríðandi? Maður skreppur tæpast nokkuð frá?! Þá er alveg eins gott að vita ekkert af því fyrr en maður lendir.
mbl.is Farsímar verða ekki leyfðir í bandarískum flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband