Færsluflokkur: Íþróttir

Högg og holur = golf?

Hvað er málið? Um helgina var höggkeppni og núna er holukeppni?! Er þetta ekki allt golf? Er hægt að vera Íslandsmeistari í höggum en ekki í holum? Hver er eiginlega munurinn? Snýst þetta ekki allt um að slá högg og hitta kúlu í holu?!
mbl.is Íslandsmótið í holukeppni hefst á morgun í Grafarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍBV þrýstir á sjúkraflug

Eyjamenn geta verið stoltir af sínum mönnum, en fótboltamenn ÍBV sem sóttu KR heim nú í bikarnum notuðu tækifærið og lögðu áherslu á mikla þörf fyrir sjúkraflug milli lands og Eyja. Drengirnir lögðust hver um annan þveran í grasið hvað eftir annað og héldu um fót, læri, maga, bak og fleiri líkamshluta og engdust af kvölum. Virtist þetta vera þeirra leið til að láta landsmenn vita um þörfina á sjúkraflugi, því ekki hefur fundist önnur skýring. KR vann hins vegar og fengu áhorfendur eitthvað fyrir allan peninginn, þar sem leikurinn fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Frábær hestaþáttur

Ég vil lýsa ánægju minni með þáttinn Kóngur um stund, sem sýndur er í Sjónvarpinu á mánudögum. Stjórnendurnir, Brynja Þorgeirsdóttir og félagar, eiga hrós skilið fyrir skemmtilegan stíll og efnistök, enda einkenna frábær vinnubrögð þennan þátt á allan hátt. Hestamennska er vaxandi íþróttagrein og ekki síður mikilvægt fjölskyldusport og endurspeglar Kóngurinn það. Þegar þátturinn byrjaði aftur nú í vor heyrðust einhverjar fúlar raddir, á annars frábærum hestavef, um að þetta væri "eins og Séð og heyrt hestamennskunnar", en ég vona að það álit fárra merkikerta hafi verið kveðið í kútinn. Það sem skiptir mestu máli er sameiginlegur áhugi okkar á hestum og reiðmennsku, og að auki held ég að allflestir Íslendingar hafi mikinn áhuga á fólki, þannig að þátturinn höfðar til breiðari hóps en innvígðra snillinga, og er það vel. Fyrir nú utan það hve mikil þörf er á skemmtilegum íslenskum þáttum úr okkar daglega veruleika. Meira svona!

KR-ingar, krefjist heimaleikja!

Í ljósi nýlegrar fréttar um að betra gengi íþróttaliða á heimavelli kunni að mega rekja til aukins testósterónflæðis leikmanna og frumhvatar þeirra til að verja yfirráðasvæði sitt, leiðir mig bara til einnar niðurstöðu: Ekki fleiri útileiki fyrir KR í sumar! (Allavega ekki eftir Grindavík.) Það verður líka enn skemmtilegra fyrir okkur stelpurnar að mæta á heimavöllinn og fíla þetta brjálaða hormónaflæði þarna niðri á grasinu, yes, yes, yes!!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband