Færsluflokkur: Ferðalög

Ostaskeraleitin mikla

imagesEitt af verkefnum sumarsins hefur verið að finna nothæfan ostaskera (ostahníf, ostaskerara) fyrir heimilið þar sem sá gamli góði gufaði upp með dularfullum hætti. Þetta var svona ostaskeri sem maður finnur aðeins einu sinni á lífsleiðinni, þar sem hann skar ost betur en aðrir slíkir. Hann var ekkert sérstaklega fagur, og því hafa verið nokkrir aðrir verið keyptir sem voru kannski flottari, en enginn þeirra hefur leyst grundvallarhlutverkið eins vel af hendi og sá gamli, þ.e. að skera fullkomnar ostsneiðar, án hlykkja, skrykkja eða annarra hnökra í ferlinu. Við höldum að sá gamli hljóti að hafa hafnað í ruslinu ásamt afgögnum af diskum, þar sem engin önnur skýring finnst á hvarfinu. Kannski maður þurfi að leita til Noregs, en ostaskerinn eins og við þekkjum hann er norsk uppfinning. Leit stendur yfir af verðugum arftaka...

Sumarleg frétt á sumarsólstöðum

solGirnilegasta, sumarlegasta fréttin í sjónvarpinu í dag var af krökkum fyrir austan að stökkva ofan í Eyvindará í sólinni. Mig langar þangað, að stökkva ofan í ána, að vera í sólinni... mig langar út í sumarið! Það er allt fallegt við þennan dag, og ég hvet alla til að draga ekki fyrir sólina í nótt heldur hafa gardínur opnar og njóta ósvikinnar íslenskrar sumarnætur.


Kaupa, kaupa, kaupa! - ætli H&M viti af þessu tækifæri?!

Ef eitthvað er til sölu, þá kaupa Íslendingar það! Þetta er vitað mál og þess vegna er fyrirtækjum óhætt að senda hingað umframlagera af öllum andskotanum, allt selst. Saumavélar verða náttúrulega allir að eiga, sérstaklega ef grunur leikur á að þær gætu verið þúsundkallinum ódýrari en alla jafna. Alveg sama þótt maður eigi saumavél, það væri glapræði að kaupa hana ekki og tapa af þessum gróða! Þetta er hugsunarhátturinn hér á landi, og ég skil ekki því í ósköpunum H&M hefur ekki fattað að senda hingað ruslið sitt. Það myndi rjúka út eins og heitar lummur. 
mbl.is Saumavélar streyma út í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóriðja í takt við tímann

Sú hugmynd, að bjóða erlendum veffyrirtækjum að setja hér upp netþjónabú, er líklega besta hugmyndin sem fram hefur komið í umræðunni um iðnaðaruppbyggingu og orkunýtingu. Hér væri um að ræða umhverfisvænan iðnað sem tæki ekki mikið pláss og mengaði lítið sem ekkert. Hægt væri að koma orkunni í verð, eins og stjórnmálamenn okkar virðast fyrir alla muni vilja gera, þjóðarbúið fengi tekjur af einhverju öðru en þorski og áli, og ekki verra að loks myndi kuldinn og vindurinn nýtast okkur sem söluvara. Þetta kalla ég stóriðju í lagi!
mbl.is Kostnaður við orku til netþjónabús 20-30% lægri hér en í samkeppnislöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskurður kvenna og hryllingur heimsins

BíómyndirÁ sunnudaginn sá ég tvær fantagóðar bíómyndir, svona myndir sem vekja mann til umhugsunar um heiminn og mannkynið sem hann byggir. Önnur var Beyond bordersmeð Angelinu Jolie og Colin Powell. Hún fjallaði um yfirstéttarpjásu í London sem fær mjög sterka köllun til að taka þátt í hjálparstarfi sem síðan leiðir hana frá Afríku til Tsjétsjéníu í gegnum Kambódíu. Þar mæta henni hryllilegar aðstæður, allt frá þurrkum og hungursneyð til öfgahópa og hryðjuverkastríðs. Hin myndir var sunnudagsmynd Sjónvarpsins, Moolaadé eða Verndarkraftur, senegölsk mynd um konu sem hjálpar litlum stelpum að flýja umskurð eða "hreinsun" sem viðgengst á ungum telpum í mörgum löndum Afríku. Það er eitt af þeim málefnum sem ég tel að þurfi að berjast gegnhvað ötullegast í heiminum í dag, og eitthvað sem myndi ekki viðgangast ef fleiri konur hefðu verið við stjórnvölinn undanfarnar aldir, en það er önnur saga. Frábær mynd, sem tók á viðkvæmu efni á smekklegan hátt með blöndu af kaldhæðni yfir lífinu og tilverunni. Þakka RÚV fyrir að sýna mynd frá Senegal, gott framtak! Ekki skemmir fyrir að Pollý, Senegalpáfagaukurinn okkar gat heyrt tungu forfeðra sinna...

Úti að aka

Auðvitað er það ekki aðalmálið að vera með símann í hendinni, ég meina fólk hefur alltaf verið að gera fullt annað við stýrið en að keyra. T.d. ef maður er með börn í bílnum þarf oft að nota hendur í að rétta þeim eitthvað eða jafnvel aðskilja systkini í slagsmálum í aftursæti. Nú svo er algengt að sinna snyrtingu, varalitun eða tannaplokkun, fyrir utan það að örugglega um 90% ökumanna bora í nefið við stýrið - þótt það sé aðallega gert á rauðu ljósi. Það er fleira gert á rauðu ljósi, ég á vinkonu sem kynntist manninum sínum við þær aðstæður, þannig að fólk er líka í því að daðra milli bíla. Svo er náttúrulega gott að nota tímann og gleypa í sig skyndibitann og totta gosflösku eins og er algengt. Fólk hefur alltaf hlustað á tónlist og sungið af innlifun við stýrið, og eitthvað er orðið um að bílstjórar setji sjónvarp í bílinn, við hliðína á síma- og ipod tengingum. Margir eru farnir að hlusta á hljóðbækur, sem geta vakið ýmsar tilfinningar við stýrið, og þá er ótalinn fjöldi þeirra sem býður fleirum með sér í bílinn til að tala saman. Þá eru þær samræður væntanlega jafnhættulegar og símablaður, eða hvað?
mbl.is Handfrjáls búnaður eða ekki, samræðurnar skipta mestu máli við aksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri fyrir ferðaskrifstofur að auglýsa

Mér líst ekki  illa þessa hugmynd, og bendi á bloggsíðu Fararstjórans sem ákaflega vænlegan miðil fyrir ferðaskrifstofur. Ég gæti þá látið fljóta með skemmtisögur af sólarströnd þegar ég tók þar á móti hundruðum Íslendinga, eða gæti sagt frá bestu hótelum og veitingastöðunum á mismunandi ferðamannastöðum...!
mbl.is Auglýsingar á vinsælar bloggsíður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur hjá okkar fólki í sundinu!

Til hamingju! Ég fór ekki með í þetta sinn til Esbjerg, en afkvæmin eru þar bæði að sjálfsögðu. Sunddeild KR og Sunfélag Akraness sendu hóp frábærra sundmanna á mótið í ár, og þau eru greinilega komin í gírinn!
mbl.is Tveir sigrar hjá Ragnheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf gaman á Akureyri

AkureyriVar að koma frá Akureyri, þar sem ég var á fundi um menntun í ferðaþjónustu, með hóp af kláru og skemmtilegu fólki. Hvað er þetta með Akureyri? Það er alltaf gott veður þar! Eftir langa fundarsetu í gær dreif ég mig í laugina, sem er sveimér þá sú best hannaða á landinu. Ef Vesturbærinn sykki í hafið, þá gæti ég alveg ímyndað mér að búa á Akureyri. Ég fer þangað næst síðustu vikuna í júní, þegar AMÍ sundmótið fer fram. (Aldursflokkameistaramót Íslands) Mig vantar enn stað til að gista á, ef þið vitið um íbúð sem hægt er að leigja í tæpa viku, látið mig vita!

Bubbi heppinn!

Það er nú sveimér gott að Bubbi litli skyldi fá byssuleyfi við 10 mánaða aldurinn. Ekki seinna vænna að byrja að kenna ungum Bandaríkjamönnum að leika sér með skotvopn um það leyti! En Bubbi litli þarf að geyma byssuna sína heima hjá afa þangað til hann hefur náð 14 ára aldri, en þá telja foreldrarnir að hann geti farið að skjóta soldið svona á umhverfið. Hversu sick getur bandarískt þjóðfélag orðið?!
mbl.is Tíu mánaða gamalt barn fær byssuleyfi í Illinois
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband