Færsluflokkur: Bloggar

Græddum heilan dag í dag

Í dag er merkilegur dagur, aukadagur, alveg ókeypis, okkur til afnota að njóta og nýta. Hann var fallegur, bjartur og fagur þessi dagur. Ég fíla 29. febrúar. Til hamingju með hlaupársdaginn!

Fjallbaksleið til Aþenu

Snow on AcropolisÉg lagði land undir fót í gær, sem ekki er svo sem í frásögur færandi, og var á leið á tveggja daga fund í Aþenu. Það er nú ekki heiglum hent að komast til Grikkjaveldis þar sem flugsamgöngur þangað eru örugglega stopulli en rútuferðir um fjallbaksleið nyrðri. Lausnin var að fljúga til Köben á sunnudagskvöldi, gista þar og fara áfram til Aþenu á mánudagsmorgun. Þegar ég svo mætti á Kastrup kom í ljós að allt flug til Aþenu hafði verið fellt niður. Starfsmaður SAS sagði mér kíminn að það hefði snjóað aðeins í borginni og þess vegna hafi flugvellinum hreinlega verið lokað og ekki væri hægt að lenda í borginni. Eftir að hafa kannað allar leiðir til að komast var ljóst að ég myndi í öllum tilfellum missa af fundinum. Því var ekki um annað að ræða en snúa við heim. Ég verð nú að játa að það var pínu kjánalegt að fara svona tilgangslausan flugrúnt út í heim og aftur til baka bara vegna þess að Grikkir eru ekki "ávallt reiðubúnir" eins og skátarnir...

Lækning á minnistapi í sjónmáli?

Læknar í Kanada gerðu óvart þessa uppgötvun í miðri heilaskurðaðgerð: Lesið um það hér, þetta er ótrúlegt!

Æðislegt veður, yndislegur mánuður!

EsjanGleðilegan febrúar gott fólk! Útsýnið úr glugganum á nýju skrifstofunni minni er slíkt, að þar blasir við Esjan og Skarðsheiðin, og þvílík fegurð að horfa yfir í svona brakandi kulda og snjó! Ég læt mér þó ekki nægja að horfa út um gluggann, því ég dreif mig uppí hesthús til gegninga í gær og mokaði allt húsið ein - 30 hesta hús. Mjög hressandi og gefur manni beina jarðtengingu, slökun og vellíðan. Holdhnjóskarnir farnir að losna og skeifurnar komnar undir klárana. Svo er kominn febrúar, pælið í því hvað það er geggjað! Öll afmælin í fjölskyldu- og vinahópi framundan, mitt sjálfrar í enda mánaðarins og það gerir ekkert annað en birta til. Er einhver ástæða til að vera annað en glimrandi bjartsýnn?

Hvaða ameríski bíll er þessi Mörrseidís?

Mercedes BenzHvers vegna þarf Benz-umboðið að breyta umræðunni, nafninu og framburði á nafni bílategundarinnar sem það selur? Hvers vegna eigum við, hér á Íslandi, sem alltaf höfum talað um Benz eða Mercedez Benz, allt í einu að tala um "MÖRRSEIDÍS"?!, samanber auglýsingar sem ganga á öldum ljósvakans nú um stundir. Sagan sem ég heyrði af þessum bíl er að þýskur náungi, að nafni Benz, hafi orðið ástfanginn af suður-amerískri konu (argentískri held ég) sem hét Mercedes (borið fram "merseðes") og því kallaði hann bílinn Mercedes-Benz. Hér á landi hefur bílategundin alltaf verið kölluð Benz til styttingar. En Mörrseidís, með amerískum framburði og rúllandi tungu-erri... fíla það ekki alveg.

Hátíðarmaturinn snæddur í rólegheitum

Nýársdagur enn á ný, og árið 2007 virðist hafa flogið hjá á ógnarhraða. Snemma dags í dag fórum við í okkar hefðbundnu nýársgöngu, þótt það hafi verið frekar kalt. Mér finnst samt nauðsynlegt að fara út íu göngutúr á þessum degi til að hnusa af nýja árinu sem er að feta sín fyrstu skref. Þar sem brennan var haldin í dag, fékk ég góða vini í heimsókn til að borða kalkúnaafganga og svo löbbuðum við niður á Ægisíðu. Það var varla líft á brennunni sökum reyks og því drifum við okkur heim og skutum upp flugeldunum sem geymdir voru síðan í gær. Mér finnst stundum eins og hátíðarmaturinn sem tilheyrir aðfangadegi og gamlársdegi bragðist betur daginn eftir, kannski vegna þess að þá er ekki verið að borða í stressi til að taka þátt í hátíð kvöldsins, pökkum, brennum og flugeldum. Ég fíla að borða afganga daginn eftir í rólegheitum.
Svo er það bara að koma sér í gírinn fyrir nýtt ár, skipuleggja sig og setja markmið fyrir komandi vikur og mánuði. Gleðilegt nýtt ár!


Jólin koma...

Gleðileg jólÉg er komin í jólafrí þangað til 3. janúar 2008 og ætla að njóta dagana sem framundan eru með fjölskyldu, vinum, hrossum og gæludýrum heimilisins. Stöðug boð framundan, heima og heiman, þá er ég í essinu mínu! Búið að redda heimilisvandræðum þeirra Hrafns og Funa (hestarnir okkar), búið að kaupa langflestar jólagjafirnar og núna sit ég við eldhúsborðið og ætla að skipuleggja restina. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hamingju á nýju ári!

Síríuslengjan bjargar ferðinni

Það verður nú að segjast, að það er ekki alltaf þægilegt að ferðast á almennu farrými í þröngum flugvélum fullum af farþegum í misjöfnu veðri og oftast á ókristilegum tímum eins og ég hef gert nokkrum sinnum í haust. Það er ekki einu sinni hægt að taka upp Makkann og nota tímann til að vinna, svo lítið er plássið og olnbogarýmið. EN mitt í öllum óþægindunum, þá bíð ég í ofvæni eftir bjargvættinum: SÍRÍUSLENGJUNNI sem nú fylgir næstum alltaf með matnum um borð. Algjör snilld. Meira af þessu Icelandair! En ég veit ekki hvað ég geri ef ég sé köldu skinkuna einu sinni enn, sem fluffurnar fegra með því að kalla "hamborgarhrygg"! Þá vil ég heldur fá átta Síríuslengjur, kók og kaffi.

Það verður sko engin rúta, það verður langferðabíll !

Þessi setning er ein af þeim bestu úr íslenskum myndum. Djúp og hefur víðtæka tilvísun í það sem Stinni stuð vildi segja í skemmtimyndinni Með allt á hreinu. Annars var fyrsta setningin sem mér datt í hug með Arnold "Hasta la vista, baby!" en hún þýðir svosem það sama, þannig að það er alltaf gaman að eiga von á kallinum aftur.
mbl.is Vinsælast að lofa endurkomu að hætti Tortímandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glærukynningar - of mikið af því góða?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband