Sumt grín er G-vara - endursýnum góðar gamanþáttasyrpur

allo alloÉg rakst á þátt um daginn sem heitir "Er grín G-vara?" þar sem sýndar eru gamlar glefsur úr íslenskum grínþáttum, gömlum áramótaskaupum o.fl. Var það ekki skaupið 1982 eða 84 sem var svo ægilega gott, að í minningunni hefur annað eins skaup ekki verið gert? Samt er það nú þannig að sumt af þessu gríni hefur ekki elst vel. Hins vegar langar mig að vekja máls á því að Sjónvarpið endursýni ógleymanlega erlenda þætti á borð við Löður (Soap) og Allo! allo!. Ég hef verið að fylgjast með síðarnefndri þáttaröð á ferðum mínum um Evrópu, og þar er sko komið grín sem eldist vel. Ég sit ein á hótelherbergjum og finn mér afsakanir til að mæta ekki í dýrindis kvöldverði aðeins til að missa ekki af René og félögum í frönsku andspyrnuhreyfingunni og málverkinu af "the fallen madonna with the big boobies!" Hvernig væri að dusta rykið af þessum góðu þáttum sem hafa sannað að sumt grín er G-vara?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband