Tveir fyrir einn í yngingu

Loksins hef ég fengið staðfestingu á öllu því sem ég hef sagt erlendum gestum undanfarin ár. Bláa Lónið yngir mann. Þegar ég fer í Lónið með útlendinga er djókið alltaf að maður verði tíu árum yngri þegar maður kemur upp úr, og að ég sé í raun sjötug. En fyrst að sönnunin er komin, þá verður þetta ekki fyndið lengur, -bara satt. En fyrst ég er komin í Bláa lónið verð ég að tala um verðið. Hvers vegna í ósköpunum er svona dýrt inn? 1400 krónur, síðast þegar ég frétti? Mér finnst að það eigi að vera ódýrara fyrir Íslendinga. Allt í lagi að láta transit farþega, sveitta og subbulega sem baða sig í nærbuxum með typpagati (bööööö!!) greiða 2000 kall, þeir hafa ekkert sens fyrir því. En væri ekki bara sanngjarnt að láta innfædda borga minna? Kannski alltaf tvo fyrir einn? (Þá kæmum við með börnin og túristarnir sæu okkur og myndu kannski læra að fara í sturtu!) Hvernig líst ykkur á það, Lónsfólk?
mbl.is Nýjar rannsóknir sýna að Bláa lónið dregur úr öldrun húðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband