Leikhúsin að gera góða hluti

LeikhúsFrábært framtak hjá leikhúsunum að bjóða upp á ódýrari miða fyrir börn og ungt fólk. Þetta ýtir við manni að drífa sig að sjá það sem mann langaði að sjá í vetur og taka börnin með. Ég hringdi í dag og pantaði miða á nokkrar sýningar í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu svo við mæðgur verðum á leikhúsmaraþoni út febrúar! Við ætlum að sjá Ívanov á morgun, Sólarferð eftir tvær vikur og svo eina eða tvær sýningar uppi í Kringlu þar á milli. Reyndar hefur Borgarleikhúsið lengi haft ókeypis fyrir börn undir tólf ára, og ég hef nýtt mér það mikið til að menningarvæða afkvæmin og farið með þær að sjá hin ólíkustu leikverk. Þær eru alltaf til í að fara á leikhús, ég er mjög ánægð með hvað þær eru opinhuga gagnvart því. Núna eru þær orðnar pínu eldri, svo þetta kemur sér vel. Þótt það sé ekki aðalmálið með verðið, þá er það nú bara þannig, að svona tilboð virkar eins og pot til að minna mann á að drífa sig í leikhús.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ætli þeir bjóði upp á flugferð...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.2.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband