MSN tákn rata inn í sérnöfn

Kynslóð, sem elst upp við notkun tákna til tjáningar yfir tölvuskjá, hlýtur að þykja eðlilegt að táknin séu hluti af tungumálinu. Það var einmitt þetta sem vakti athygli mina í fréttinni, að <3 sé hluti af nafni hljómsveitarinnar, en það er velþekkt tákn í msn samskiptum. Þetta er áhugavert, en hins vegar þykir mér miður skemmtileg sú tilhneiging að nota upphafsstafi í samsettum heitum, þar sem það er rangt í íslenskum rithætti, sbr. Soðin Skinka. (átsj, hvað það er vont að sjá þetta!)


mbl.is Soðin skinka og <3 Svanhvít! komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

<3 er nú meira þekkt í bloggheiminum en sem MSN tákn.

konni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:21

2 identicon

held að þú sért að rugla dáldið væna

<3 = Minna en 3

sem er stærfræðitákn....greinilega ekki þín sterkasta hlið stærðfræðin 

Luulli Óskarsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:55

3 identicon

haha !
Þetta er notað á fleiri stöðum en msn & bloggheiminum.
Ég t.d. nota þetta mikið sjálf, líka þegar ég er að skrifa í "raunheimum" & sms.

iinga (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 16:27

4 identicon

Hmm

Fyrir þá sem eru ekki alveg með þetta á hreinu. Heitir hljómsveitin í raun Minna en 3 Svanhvít? 

Bjarni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:18

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Er hljómsveitin þá skipuð einum eða tveimur?

Sigfús Sigurþórsson., 23.3.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband