Metnaðarleysi Samfylkingar og kjánastrákur Béflokks

Inn um lúguna kom í dag blöðungur frá Samfylkingunni sem á stóð: "Vesturbær er frábær" -mikið rétt. Svo er þar listi með loforðum en þau eru orðin tóm, því Samfylkingin hefur engan áhuga, getu né metnað til að gera nokkuð fyrir hverfið. Þessa skoðun mína er því miður hægt að rökstyðja með algjöru tómlæti gagnvart mínum bæ, Vesturbænum. Fyrrum borgarstjóri R-listans, sem nú er í Samfylkingunni, tók t.d. sundlaugarmálið svokallaða, sem á rætur að rekja til kraftafólks í Sunddeild KR, og gerði að sínu. Notaði það á íbúafundi og lofaði öllu fögru fyrir síðustu kosningar. Síðan hefur ekkert gerst.
Alls óskylt mál eru auglýsingar Bésins-fyrir Björn Inga. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að kynna oddvita flokksins sem kjána, sem er utan við sig og ósjálfbjarga. Höfðar örugglega til margra kvenna samt, svona maður sem maður gæti tekið og stjórnað. En læt ég nú staðar numið um béara og essara að sinni.
Eins og oft áður þarf ég að kjósa utankjörstaðar og vona bara að ég muni eftir því!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband