Kók er ekki það sama og kók

Diet coke Þegar Kók Light var sett á markað læddist að mér lúmskur grunur um að það ætti að koma alveg í staðinn fyrir Diet Kók, en ég vonaði samt að gos-sjúk þjóð myndi sjá til þess að þetta seldist allt saman. Ég meina, það er enn verið að selja Tab, pælið í því, ég sem hélt að framleiðslan legðist af þegar ég hætti að kaupa það! Nú er hins vegar að koma á daginn að söluaðilar velja að selja annan hvorn drykkinn og með tilboðum og kynningum er eins og verið sé að setja Diet Kókið út í horn. Þetta farið að nálgast markaðslegan þjösnaskap á kaffihúsum, þar sem aðeins er hægt að fá Light. Já, það er munur á bragðinu. Light er sætara, líkara Kóki en með gerfibragði. Diet er á bragðið eins og diet drykkur og ekki þetta feik sykurbragð. Nú bíð ég og vona að Dietið lifi af, og ég geti haldið áfram að sötra gutlið í mínu horni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.12.2006 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband