Sagan um ísskápinn sem dó

Ísskápurinn á heimilinu gafst upp á fimmtudaginn. Ég brást auðvitað við með því að reyna að forða sem mestu af matnum frá skemmdum, og sem betur fer átti ég von á fólki í heimsókn sem þannig breyttist í matarboð. Í frystinum var dýrindis humar frá Vestmannaeyjum, rækjur og krabbi þannig að þemað varð sjávarkrás. Gestirnir mættu með vín og því varð fínasta veisla úr þessu. Verst er að ég var nýbúin að kaupa birgðir af ís sem fóru beint í ruslið. En þá var það ísskápurinn sjálfur. Ég byrjaði á að reyna að fá ísskáp lánaðan en ákvað frekar að drífa í að kaupa. Það sem hefur orðið okkur til bjargar er að það er fullkomið veður til að geyma helstu nauðsynjar úti við, og því ríkir útilegustemmning á Hagamelnum. Svo voru ísskápabúðirnar þræddar, spáð og spekúlerað, og vonandi tekst að finna rétta skápinn um helgina. Á meðan er það bara útilegustemmning á norðursvölunum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannibal Garcia Lorca

Ég mæl með risastórum ísskápi - þá getið þið haldið risapartí þegar hann deyr.

Hannibal Garcia Lorca, 22.4.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband