Hvalir í Noregi og álver í Hafnarfirði

Þegar ég var blaðamaður var mér kennt að kanna allar hliðar máls, en í Mogganum í dag finnst mér að þurfi að láta hvali og álver njóta vafans: Á forsíðu er sagt frá því að hætt hafi verið við að halda ráðstefnu stjórnenda í sjávarútvegi í Íslandi vegna hvalveiða, en hún verði haldin í Noregi í staðinn. Veiða Norðmenn ekki líka hvali? Svo er sagt frá að Hafnfirðingum, væntanlega í efri byggðum bæjarins, finnist álverið vera of nálægt sér! Var álverið ekki þarna þegar fólk skoðaði íbúðir á staðnum?! Ég man að ég hugsaði það einmitt þegar verið var að byggja þarna, að ég gæti aldrei búið svona ofan í verksmiðju og skildi ekki hve fljótt íbúðir seldust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Heldur fólk að útsýnið breytist eftir að það flytji inn?
Var ekki bara búið að ákveða að færa fundinn til Noregs? bara "gleymdist" að athuga það...

Laulau (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 13:42

2 identicon

Sammála. Heldur fólk að útsýnið breytist eftir að það flytji inn?
Var ekki bara búið að ákveða að færa fundinn til Noregs? bara "gleymdist" að athuga það...

Laulau (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband