Loksins eignaðist ég græjuna!

Loksins, loksins, ég fór og keypti mér borvél í dag, sumir segja karlmennskutáknið sem mig vantaði til að stjórna alveg örugglega öllu. Ég er búin að biðja fólk að gefa mér borvél í jólagjöf frá því ég keypti fyrstu íbúðina mína, en ég held að fólk hafi haldið að ég væri að djóka, að það gæti ekki verið að mig langaði virkilega í borvél. Það besta er, að hún er RAUÐ, bara flott græja! Svo var hún bara á fínu verði, í nýja raftækjamarkaðnum í Fellsmúla, þar sem ég fékk þjónustu, kennslu og allt. Get ekki beðið eftir að nota hana, brrmmm, brmmmm!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef mig langar í eitthvað sem enginn "vill" gefa mér þá gef ég bara kallinum svoleiðis í afmælis- eða jólagjöf ;)
Þetta var ókeypis húsráð úr Árbænum.

Laulau (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 20:19

2 identicon

Gleymdi: fylgdi ókeypis vibbi með?

Laulau (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 20:19

3 Smámynd: Fararstjórinn

Þakka ráðið, en ég sé vandamál í þessu, þar sem það býður upp á vandamál við skilnað. Alltaf forsjál hún vinkona þín!

Fararstjórinn, 16.10.2006 kl. 21:58

4 Smámynd: Fararstjórinn

Varðandi síðari athugasemdina, þá er ég svo sæl með borvélina að sinni að ég þarf ekkert meira, enda nægjusöm með afbrigðum.

Fararstjórinn, 16.10.2006 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband