Breytt útilegustemmning

Með breyttum ferðavenjum og fjölbreyttara framboði á alls kyns afþreyingu um allt land hefur útilegu- og ferðamenning landans breyst mikið. Verslunarmannahelgin er ekki endilega mikilvægasta helgi ársins, helgin sem allir bíða eftir með uppsafnaðri spennu allt sumarið, helgin sem síðan stendur e.t.v. ekki undir væntingum þegar upp er staðið. Nú er hægt að sækja bæjarhátíðir og menningarsamkomur um allt land yfir sumarið, og er sú þróun jákvæð. Gistimöguleikar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr og tekið er tillit til allrar fjölskyldunnar í skemmtun og afþreyingu. Þessi þróun hófst e.t.v. fyrir um áratug og það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með henni og taka þátt í að gera Ísland að betra ferðamannalandi fyrir innlenda og erlenda gesti, og best af öllu að fá að njóta þess sem okkar frábæra land hefur upp á að bjóða með fjölskyldu og vinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband