Getur Bláa Lónið annað fjöldanum?

Páskarnir hafa að mestu farið í letilíf og vellíðan hjá fjölskyldunni, við duttum í púsl, þið vitið þetta sem er "öfugt" þannig að maður sér ekki myndina heldur á að púsla það sem fólkið á myndinni á kassanum sér. Þetta er mjög skemmtilegt og verðugt verkefnið fyrir okkur öll! Byrjaði páskana samt á að vera mjög aktív og fór í reiðtúr á miðvikudag og á skírdag og var með matargesti föstudaginn langa í humarsúpu, laugardag í lambalæri og páskadag í hangikjöti. Á föstudaginn langa brugðum við okkur svo í Bláa Lónið í sólinni. Þar standa yfir framkvæmdir þannig að aðstaðan er vægast sagt hræðilegt. Svo koma páskar, ferðamenn farnir að tínast til landsins, en Íslendingar líka fjölmennir í Lóninu vegna frísins og góða veðursins. Fjöldinn og aðstöðuleysið kemur því miður niður á upplifuninni, þótt maður geti að mestu slappað af úti í Lóninu sjálfu. Að öðru leyti er þetta eins og að vera á járnbrautastöð á annatíma. Ekki gott. Samt pössuðum við að vera ekki á þeim tíma sem transit farþegarnir eru hvað fjölmennastir, því það er hræðilegt. En nóg um það í bili. Vonandi verður framkvæmdum hraðað þannig að þjónustan verði komin í samt lag fyrir sumarið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það hafi bara verið í fyrra að allt var á kafi í breytingum í Bláa Lóninu og þá ekki til hins betra að mínu viti.  Vonum að þessar truflanir geri gagn, að mínu viti

Laulau (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband