Beint flug til Brussel

Mannekin PisÍ hvert sinn sem ég fer til Brussel velti ég fyrir mér hvers vegna Icelandair flýgur ekki beint til höfuðborgar Evrópusambandsins. Maður fer eldsnemma af stað og þarf að skipta um vél t.d. í Kaupmannahöfn og kemur á áfangastað seinnipartinn eða að kvöldi. Þannig fer heill dagur í ferðalag. En það fynda er, að stór hluti þeirra sem leggja af stað frá Íslandi að morgni eru einmitt á leið til Brussel og verða manni samferða alla leið. Sífellt fleiri eiga erindi þangað, hvort sem er úr stjórnsýslunni, frá menntageiranum eða fyrirtækjum. Það er flogið beint til Amsterdam, og einnig fer fragtvél daglega til Brussel. Hvers vegna er ekki sett upp áætlunarflug til borgarinnar, a.m.k. þrisvar í viku til reynslu? Kannski fattar Iceland Express þetta á undan? Ég er viss um að flug til Brussel myndi borga sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú færð mitt atkvæði! ég er í háskólanámi í Brussel og hef nóga reynslu af löngum ferðalögum. Ég flýg oftast í gegnum Amsterdam, en það er engan veginn nógu nálægt. IcelandExpress eru að hefja flug til Eindhoven, það er heldur styttra. En ég er hjartanlega hlynntur beinu flugi til hinnar fögru borgar Brussel.

 Ég er einmitt að undirbúa mig að fara heim í páskafrí á laugardaginn, mun ferðin taka um 18 tíma allt í allt. Það er fjör í þessu.

 Daníel St.

Daníel St. (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband