Líf að færast í umræður um ESB aðild

Umræðan um ESB og hugsanlega aðild Íslands hefur undanfarið breyst úr yfirhylmingum og rangfærslum stjórnmálamanna, sem treystu því að almenningur væri almennt illa upplýstur, í meiri "matter-of-fact" umræðu. Ég fagna því, þar sem ég tel að Íslendingar þurfi að fara í aðildarviðræður til að vita í alvöru um alla kosti og galla þess að vera innan ESB. Reyndar er mín skoðun sú, að með EES samningnum höfum við í raun byrjað að taka þátt í Evrópusamrunanum, en séum í þrjósku okkar að fresta því að okkar forsendur og skoðanir hafi eitthvað að segja. Koma Michael A. Köhler, helsta aðstoðarmanns sjávarútvegsmálastjóra ESB hingað til lands og yfirlýsingar hans um að Íslendingar munu alltaf stýra aðgangi að sínum fiskimiðum, gæti haft áhrif á þróun umræðunnar. Pétur Gunnarsson minnir á að það voru Sjálfstæðismenn sem bentu á að aðild að Evrópusambandinu væri líklega heppilegasta leiðin fyrir Ísland, en síðan gerðist eitthvað dularfullt í þeim flokki. Í Háskólanum í Reykjavík var um daginn áhugavert málþing um evru eða ekki evru og nú í vikunni verður þar fundur um hvort hægrimenn eigi heima í ESB. Öll slík umræða er að sjálfsögðu af hinu góða, en nú er bara að sjá hvort einhver flokkur hafi hugrekki til að gera þetta virkilega að kosningamáli en drekki því ekki í dægurmálaþrasi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahéddna kæra vinkona.  Var lítið annað að gera hjá þér í gær en að blogga?
Ákvað að velja það nýjasta dagsins til að gefa út á það elsta dagsins..... Klámráðstefna; gæti bara ekki verið meira sammála þér.  Eins og greyin á Hótel Sögu sögðu þá eru þau nú ekki að spyrja alla sem panta hjá þeim herbergi og fundaraðstöðu fyrir hellings pening hvað þau geri og til hvers þau ætli að nota salina og hvort þau séu tengd einhverju sem almenningur gæti sett sig upp á móti!! og hvað með alla álrisana sem allir "mektarmenn" landsins taka á móti með pompik og prakt. Halda þeim jafnvel veislu! Æi, Íslendingar geta verið svo miklir plebbalegir smáborgarar að það hálfa væri nóg.  Af hverju skoðar fólk ekki aðeins innan undir skyrtuermarnar hjá sjálfu sér?
Er mikið að plana hvort ég eigi að mæta í gallanum fína í afmælið   Þá fengi ég kannski enn meiri athygli en hjá Villa því ég væri bara ein!
Hlakka mikið til að fá þetta góða vín sem valið verður og vorkenni þér og þínum alveg ÓSKAPLEGA að ÞURFA að vera að smakka svona upp á hvern dag.   En núna er ég farin í alvöru lífsins. Þýðir ekki að sitja heima og lesa, eða hvað?

Laulau (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband