Færsluflokkur: Kvikmyndir

Hluti af stemmningunni

Poppmaul er stór hluti stemmningarinnar við að fara í bíó. Munið þið eftir þegar poppið í bíó var selt í lokuðum plastpokum af temmilegri stærð og maður þurfti að standast freistinguna að opna poppið áður en myndin hófst? Nýja poppið er ágætt líka. Opnir pokar og gífurlegt magn auglýsinga og kynninga áður en myndin sjálf hefst í bíó hefur líka orðið til þess að ekki margir eiga popp eftir þegar kemur að myndinni sjálfri! Popp og bíó, órjúfanlegt par!
mbl.is Popp bannað í bíóum í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumt grín er G-vara - endursýnum góðar gamanþáttasyrpur

allo alloÉg rakst á þátt um daginn sem heitir "Er grín G-vara?" þar sem sýndar eru gamlar glefsur úr íslenskum grínþáttum, gömlum áramótaskaupum o.fl. Var það ekki skaupið 1982 eða 84 sem var svo ægilega gott, að í minningunni hefur annað eins skaup ekki verið gert? Samt er það nú þannig að sumt af þessu gríni hefur ekki elst vel. Hins vegar langar mig að vekja máls á því að Sjónvarpið endursýni ógleymanlega erlenda þætti á borð við Löður (Soap) og Allo! allo!. Ég hef verið að fylgjast með síðarnefndri þáttaröð á ferðum mínum um Evrópu, og þar er sko komið grín sem eldist vel. Ég sit ein á hótelherbergjum og finn mér afsakanir til að mæta ekki í dýrindis kvöldverði aðeins til að missa ekki af René og félögum í frönsku andspyrnuhreyfingunni og málverkinu af "the fallen madonna with the big boobies!" Hvernig væri að dusta rykið af þessum góðu þáttum sem hafa sannað að sumt grín er G-vara?

Mögnuð sýning og upplifun í Borgarleikhúsinu - Jesus Christ Superstar

Á laugardaginn brugðum við okkur þrjár kynslóðir saman á Jesus Christ Superstar, þá frábæru rokkóperu sem er nýfarið að sýna í Borgarleikhúsinu. Sýningin var hreint út sagt frábær, mögnuð uppfærsla og geggjuð upplifun út í gegn. Það er ekki oft sem maður vill ekki að sýning endi, og ekki oft sem áhorfendur standa upp í lokin og fagna með klappi og hrópum! Ég er mikill aðdáandi verksins og hef séð þær uppfærslur sem hér hafa verið gerðar, en þessi var algjörlega frábær, enda vorum við saman þrjár kynslóðir sem allar skemmtu sér vel í sinni upplifun á verkinu. Allir sem sungu aðalhlutverkin fengu að njóta sín samkvæmt því sem hæfði þeirra hlutverki, Krummi firnagóður og trúverðugur sem Jesús og Jens feikilega sterkur sem Júdas, enda býður það hlutverk jafnan upp á mikil tilþrif. Lára var æðisleg sem María Magdalena, Ingvar sem Pílatus og Bergur sem Heródes ...og bara allir sem komu fram í sýningunni. Það skín af þeim áhuginn og vandvirknin. Og þótt gaman sé að lesa leikdóma í fjölmiðlum, þá vil ég hvetja fólk til að láta sinn eigin smekk ráða, því þetta var gæsahúð allan tímann og ég gef sýningunni 6 stjörnur af 5 mögulegum!

Það verður sko engin rúta, það verður langferðabíll !

Þessi setning er ein af þeim bestu úr íslenskum myndum. Djúp og hefur víðtæka tilvísun í það sem Stinni stuð vildi segja í skemmtimyndinni Með allt á hreinu. Annars var fyrsta setningin sem mér datt í hug með Arnold "Hasta la vista, baby!" en hún þýðir svosem það sama, þannig að það er alltaf gaman að eiga von á kallinum aftur.
mbl.is Vinsælast að lofa endurkomu að hætti Tortímandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Visakort eða dvalarleyfi?

Alltaf gaman að skemmtilegum þýðingum, eins og í sjónvarpsþætti nú í kvöld, þegar söguhetjurnar komu að vegatálma vörðuðum hermönnum í Rússlandi, og hann sagði: "there is a roadblock ahead, and my visa has expired" sem var snilldarlega þýtt: "vegartálmi framundan og kortið mitt er útrunnið"! Skenntlegt!

Umskurður kvenna og hryllingur heimsins

BíómyndirÁ sunnudaginn sá ég tvær fantagóðar bíómyndir, svona myndir sem vekja mann til umhugsunar um heiminn og mannkynið sem hann byggir. Önnur var Beyond bordersmeð Angelinu Jolie og Colin Powell. Hún fjallaði um yfirstéttarpjásu í London sem fær mjög sterka köllun til að taka þátt í hjálparstarfi sem síðan leiðir hana frá Afríku til Tsjétsjéníu í gegnum Kambódíu. Þar mæta henni hryllilegar aðstæður, allt frá þurrkum og hungursneyð til öfgahópa og hryðjuverkastríðs. Hin myndir var sunnudagsmynd Sjónvarpsins, Moolaadé eða Verndarkraftur, senegölsk mynd um konu sem hjálpar litlum stelpum að flýja umskurð eða "hreinsun" sem viðgengst á ungum telpum í mörgum löndum Afríku. Það er eitt af þeim málefnum sem ég tel að þurfi að berjast gegnhvað ötullegast í heiminum í dag, og eitthvað sem myndi ekki viðgangast ef fleiri konur hefðu verið við stjórnvölinn undanfarnar aldir, en það er önnur saga. Frábær mynd, sem tók á viðkvæmu efni á smekklegan hátt með blöndu af kaldhæðni yfir lífinu og tilverunni. Þakka RÚV fyrir að sýna mynd frá Senegal, gott framtak! Ekki skemmir fyrir að Pollý, Senegalpáfagaukurinn okkar gat heyrt tungu forfeðra sinna...

Smá stórmenni

Lágvaxið fólk hefur komist ansi langt, ekki síst í skemmtanabransanum. Þar get ég nefnt sem dæmi Madonnu, Prince, Dustin Hoffmann... og örugglega eru einhverjir fleiri smávaxnir snillingar...


mbl.is Rod Stewart kemur upp um eigin smæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið þið eftir kasettunum?

Ég man hve merkilegt mér fannst að eignast kasettutæki með hljóðnema, en það var notað til að taka upp endalaust blaður og vitleysu sem svo var spilað aftur og aftur. Rosalega fannst okkur vinkonunum á Framnesveginum við vera fyndnar!
Ég man eftir að hafa safnað kasettum og tekið yfir þær aftur og aftur.
Ég man eftir að hafa keypt sérstaka kasettugrind í skápinn minn, til að geta raðað kasetttunum í.
Ég man eftir að hafa stillt kasettutækinu upp fyrir framan útvarpið, gjarna við Kanaútvarpið eða Lög unga fólksins, og heimtað grafarþögn þegar lög voru tekin upp.
Ég man eftir að hafa sent kasettur milli landa í stað bréfa, með blaðri og slúðri.
Ég man eftir að hafa smyglað kasettutækinu inn í Háskólabíó í rauðu íþróttatöskunni minni (sem var keypt í Sport á Laugavegi 13 og merkt búðinni) og tekið upp heilar bíómyndir, eins og t.d. Grease.
Ég man eftir þegar kasettur flæktust í tækinu og maður þurfti að losa bandið ofurvarlega til að slíta það ekki.
Ég man þegar tækninni fleygði fram, þá blandaði ég tónlist á kasettur og skírði þær nöfnum eins og "Rólegt", "Stuð" eða "Blandað", á svipaðan hátt og maður býr til spilunarlista á ipod í dag.
Ég man eftir hreinsispólunum sem maður keyrði í gegnum kasettutækið með vissu millibili.
Ég man þegar myndbandsspólurnar bættust við - hvenær ætli þeirra tími líði undir lok?!
mbl.is Dagar hljóðsnældunnar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta ekki snilld?!?


Miðaldra pönkarar og eilífar diskódúllur

mohawk hairstyleAldarfjórðungur er frá því kvikmyndin Rokk í Reykjavík var frumsýnd, og að því tilefni bauð Jón Ólafs nokkrum pönkurum, sem voru í myndinni, í sjónvarpsþátt sinn í kvöld. Það er sniðugt að sjá miðaldra menn rifja upp bernskubrekin, og eiginlega frekar krúttlegt.  En svakalega voru sumir ungir menn reiðir á þessum tíma! Var það bara til að vera eins og ungt fólk samtímans í London? Þar bjó fólk við ofbeldi og langtíma atvinnuleysi og sá ástæðu til að gera uppreisn gegn kerfinu. Hér voru aðstæður aðrar, en samt um að gera að taka þátt í nýjustu straumum í tónlist og tísku. Það komu rosa margir áhugaverðir tónlistarmenn upp á þessum tíma sem hafa haft áhrif á íslenska tónlist, eins og t.d. Þeyr og Björk, og óhætt að segja að þetta hafi verið einstakur tími. Ég man vel eftir þessum tíma, en ég var svoddan diskódrottning og nýbylgjudúlla að umræddir menn hefðu sjálfsagt ælt. 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband